Færsluflokkur: Dægurmál
2.10.2008 | 23:33
Það er ekki gott að sofa á stýrisvaktinni
Það var fljótlega eftir síðustu aldamót sem ég fór að aðvara stjórnmálamenn um að tekjuöflunarkerfi þjóðarinnar bæri ekki þá þenslu sem væri að verða á þjónustugreinum þjóðarinnar, með tilheyrandi erlendu lántökum.
Það var hins vegar á árinu 1998 sem ég byrjaði að vara menn við hættulegum leikfléttum með krosseignatengsl í fyrirtækjum, þar sem greitt væri fyrir hlutabréf í fyrirtækjum með hutabréfum í öðrum fyrirtækjum, jafnvel í eigu sama aðila. Benti ég á raunhæf dæmi þar sem þrjú fyrirtæki juku eiginfjárstöðu sína um tvo milljarða með svona krosseignatengslum, án þess að til kæmi ein einasta króna í peningum.
Það hafa aldrei þótt farsælir stjórnendur sem hafa enga fyrirhyggju og sinna ekki hættumerkjum, en sofa rólegir þar til skipið er strandað. Það er einmitt það sem stjórnmálamenn hér á landi hafa gert, og eru einungis nýbyrjaðir þingmenn þar undanskildir. Þeir eru ýmist reynslulausir eða hafa tekið upp svefngengislhátt hinna reyndari þingmanna, í von um að þóknast forystunni.
Kannski látum við þetta verða okkur til varnaðar og höfum mikið meiri fyrirhyggju í stjórnun okkar á þjóðfélaginu í framtíðinni. Verði það svo, eru núverandi fórnir þjóðarinnar ekki til einskis.
![]() |
Ná þarf sátt um nýtt siglingakerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.10.2008 | 23:09
Skrítið misræmi í frásögn
Í viðtali við Þorgerði Katrínu og Björgin G Sigurðsson var ekki að heyra að þeim fyndist um misskilning að ræða. Þorgerður var meira að segja nokkuð ábúðarmikil yfir því að Davíð væri að seilast inn á svið stjórnmálanna.
Kannski hefur Geir verið eitthvað annars hugar og ekki tekið eftir því sem Davíð sagði.
![]() |
Var ekki að viðra hugmyndir um þjóðstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2008 | 13:51
Afar athyglisverð tillaga
Það er afara merkilegt hlutskipti sem Davíð Oddssyni er fengið í þessu lífi. Hann veitir þjóðinni forystu um áraraðir, í árferði sem hann kallaði "góðæri" og hreykti sér af því að þetta væri góðri stjórnun Sjálfstæðismanna að þakka.
Nú, fáeinum árum síðar, telur hann þjóðarbúið vera í það alvarlegri stöðu, vegna skuldasöfnunar á stjórnartíð hans sjálfs, að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki lagt fram gagnlegar lausnartillögur. Greinilega væntir hann ekki heldur neins af samstarfsflokki Sjálfstæðismanna í ríkisstjórn, því hann telur einu björgunarleiðina vera þjóðstjórn.
Spurningin er, hvort hann hafi heyrt eitthvað af skynsamlegum tillögum koma frá stjórnarandstöðunni, eða hvort hann sé að kalla eftir ríkisstjórn sem mynduð sé af utanþingsmönnum.
Hvað sem Davíð meinar nákvæmlega, er alveg ljóst að hann telur stjórnarflokkana ekki líklega til að leysa þann vanda sem hann skapaði.
Líklega þekkja fáir betur til getu Sjálfstæðisflokksins en Davíð Oddsson. Í því ljósi eru þessi ummæli sérstaklega athyglisverð.
![]() |
Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 22:59
Líklega er þarna um vanmat að ræða.
Mér finnst óneitanlega frekar sorglegt að sjá þann skort á skilning á heildarmyndinni, sem birtist í þessari frétt. Engu er líkara en starfsmenn fjármálaráðuneytisins skilji ekki samspil heildarinnar, því ég reikna með að fjármálaráðherra hafi verið að kynna niðurstöður reiknimeistara sinna.
Í kynningunni segir hann að ætla megi að ríkissjóður eigi innistæðu í Seðlabanka í árslok sem nemi 170 milljörðum. Miðað við súluritið sem fylgir fréttinni virðist hann gleyma að draga frá þá 100 milljarða sem líklegt er að fari í hlutafjárkaupin í Glitni, þannig að innistæðan verður væntanlega aðeins 70 milljarðar, sem þá eru að mestu fráteknir fyrir sérstök verkefni, hátæknisjúkrahús o.fl.. Ríkissjóður er því langt frá því að vera vel stæður.
Mér finnst einnig gæta nokkurrar blindu á hvaðan tekjur ríkissjóðs hafa komið undanfarin ár. Vart er hægt að reikna með stórhagnaði, eða miklum sköttum, frá fjármálastofnunum, verslunar- eða þjónustufyrirtækjum, þar sem fyrirsjáanlegt er að miklar þrengingar eru að verða í rekstri þeirra.
Á síðasta ári jukust skuldir heimilanna um 353 milljarða. Á árinu 2007 voru útflutningstekjur okkar aðeins 305 milljarðar, eða 48 milljörðum minni en skuldaaukning heimilanna. Tekjurnar verða litlu meiri í ár.
Ef við reiknum með að, vegna lánsfjárþurðar og síðbúins aðhalds fólks í skuldsetningu, muni skuldir heimilanna lítið aukast á næsta ári, þá er virðisaukaskattur af þessum 353 milljörðum, 68 milljarðar, eða 12 milljörðum hærri en ætlaður halli á ríkissjóði. Nú er ekki virðisaukaskattur af öllum útgjöldum heimila, en þar á móti koma innflutningsgjöld o.fl. Þetta er því sett hér fram til að gefa að hluta mynd af samdrættinum.
Mér þætti því líklegra, miðað við útgjaldaætlanir ríkisstjórnar, að hallinn verði nær 80 milljörðum.
Það verður fróðlegt að kynna sér nánar hve nærri sjálfum sér, ráðherrar ríkistjórnarinnar ætla að ganga í niðurskurði útgjalda. Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að niðurskurðarhnífnum hafi ekki verið beint inn á við í ráðuneytunum, heldur beinist niðurskurðurinn að framkvæmdum sem hefðu geta skapað atvinnu, og þar með tekjur fyrir fólkið í þjóðfélaginu. En miklar líkur eru á að þær muni fljótlega fara að vanta.
Einnig vekur það athygli, miðað við alvarlegan skort á tekjuöflun þjóðfélagsins, að ráðherra kynnti engar áætlanir um aukningu gjaldeyristekna. Vonandi telur hann slíkt ekki aukaatriði.
![]() |
57 milljarða króna halli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 08:36
Er nú ekki hægt að selja fleiri eignir ???????
Af þessari frétt má ráða að nú hafi menn engin töfrabrögð í sjónmáli til að fela hallarekstur. Undanfarin ár hefur hallinn verið falinn með því að selja ríkisfyrirtæki og færa þær eignasölur sem tekjur ríkissjóðs. Því til viðbótar hefur verið keyrt á stöðugt vaxandi neyslufyllirí, með sívaxandi lántökum, þannig að ríkið fengi auknar tekjur í formi innflutningagjalda og virðisaukaskatts.
Nú virðast menn ekki sjá fram á að meiri neyslulán fáist í útlöndum og líklega engin leið að fjármagna fleiri sölur ríkiseigna. Við stöndum því frammi fyrir hinum nakta raunveruleika að þjóðin aflar ekki tekna til að framfleyta sér, (viðvarandi viðskiptahalli) og skattgreiðslur, aðflutningsgjöld og aðrar tekjur ríkissjóðs, duga ekki fyrir rekstri hins opinbera kerfis.
Til hvaða ráða skildi verða gripið.
Ætli það verði dregið úr utanríkisþjónustunni?
Ætli það verði dregið úr framkvæmdum?
Mér þykir líklegt að menn fari svona yfir sviðið en finni ekki marka möguleika til að spara. Líklega verða á endanum eftir tveir valkostir, þ. e. fæðingarorlof unga fólksins og aðbúnaður eldri borgara. Og ef að vanda lætur munu það verða eldri borgarar sem þurfa að taka á sig skerðingarnar; þeir munu ekki teljast þurfa að skemmta sér eða njóta lífsgæða nútímans, frekar en verið hefur.
![]() |
Reiknað með halla á fjárlögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2008 | 17:13
Þarf að loka gjaldeyrismarkaðnum ???????????
Staðan í gjaldeyrismálum er orðin svo alvarleg að Seðlabankinn hlýtur að íhuga það alvarlega að loka gjaldeyrismarkaði og láta fara fram opinbera rannsókn á notkun gjaldeyris undanfarna mánuði.
Sé þessi mikla lækkun krónunnar nauðsynleg, er ljóst að stjórnendum fjármálastofnana okkar hafa sýnt meiri óvitaskap en ég hafði ímyndað mér. Hafi þeir skipulagt svona miklar endurgreiðslur gjaldeyrislána, á sama tíma og þeim var vel ljós gjaldeyrissköpun í þjóðfélaginu, mundi ég segja að um glæpsamlega háttsemi væri að ræða.
Sé litið á veltu á gjadleyrismarkaði, út frá þeim erlendu skuldum sem skráðar eru hjá Seðlabanka, virðist augljóst að einhverjir eru að fara ógætilega með fjöregg þjóðarinnar. Seðlabankinn getur skoðað þetta og upplýst hverjir standa fyrir þessari niðurkeyrslu krónunnar; og ég tel að í ljósi aðstæðna eigi hann ekki að bíða lengur með HARÐAR aðgerðir gegn þessum aðilum.
Fjárhagslegir hagsmunir þjóðfélagsins eru ekki leikföng fyrir ábyrgðarlausa fjárhættuspilara eða græðgisfíkla.
![]() |
Krónan veiktist um 5,3% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2008 | 16:35
Snyrtilegur biðleikur
Þetta er afar snyrtilegur biðleikur. Það hefði verið óheppilegt að setja þann aðila í stöðuna núna, sem fyrir nokkru var trúlega búið að planta í þessa stöðu. Það hefði orðið of augljóst af hverju pressa var sett á að losna við Jóhann.
Kannski er fólk búið að gleyma umdeilanlegum aðferðum við prestráðningu þarna fyrir fáum árum. Svo vildi til að presturinn sem ráðinn var, á konu sem var sýslumaður á Ísafirði. Eitt þeirra vandkvæða sem þurfti að leysa, vegna ráðningar prestsins, voru þau að ekkert embætti var laust, á suðurnesjum, fyrir konu prestsins. Því varð að setja hana í einskonar geymslu sem vararíkislögreglustjóra.
Jóhann var í embætti sem hentaði konunni, auk þess sem hann (Jóhann) var ekki í réttum pólitískum lit. Leikrit var því samið í skyndi og sett í gang atburðarás sem leiða mundi til þess að Jóhann segði af sér starfi. Við það skapaðist pláss fyrir konu prestsins, auk þess sem embættið yrði í réttum lit.
Mjög snjöll atburðarás. Lokaþáttur verksins verður trúlega opinberaður í desember.
![]() |
Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2008 | 09:47
Er ekki vilji til að jafna ágreining ???
Líkt og margir aðrir hef ég lauslega fylgst með þeim átökum sem skekja Frjálslynda flokkinn. Ekki verður sagt að þessi átök gleðji mig, því mér fannst málefnaskrá flokksins áhugaverð.
Einhvern veginn virðist mér stríðandi öfl hafa sett hagsmuni þjóðarinnar í aukahlutverk en í aðalhlutverki sé baráttan, annars vegar um völd, en hins vegar um að völdum sé dreift sem jafnast um kjördæmin.
Dreifing áhrifastaðna um kjördæmi þingmanna er ekki nýtt áhugamál, og alls ekki fundið upp eða þróað af kjósendum Frjálslynda flokksins. Krafan um dreifingu áhrifastaðna hefur lengi verið til staðar, hjá öllum flokkum, þó þeim tilfellum fækki blessunarlega, þar sem slík átök verða. Líklega hafa forystumenn flokkanna þegar lært að jafnræði og dreifing valda sé grundvöllur friðar.
Því miður hefur mér fundist að slík hugsun hafi vikið nokkuð til hliðar í Frjálslynda flokknum. Nokkuð hefur borið á því að fyrrverandi þingflokksformaður (KHG) hafi fyrst og fremst túlkað sína persónulegu skoðun, en lítið fjallað um skoðun þingflokksins. Merki ég þetta af augljósri óánægju annarra þingmanna með talsmáta og skrif KHG, þar sem hann tjáir sig sem formaður þingflokksins, án þess að reifa álit eða samstöðu þess flokks.
Ef einlægur vilji til samstarfs hefði verið til staðar hjá KHG, hefði verið auðvelt fyrir hann að sjá ranglætið sem fólst í því að bæði formaður flokksins og formaður þingflokks eru úr sama kjördæmi, en hinir tveir þingmennirinir úr sitt hvoru kjördæminu.
Ef Frálslyndi flokkurinn á að geta náð vopnum sínum og orðið þjóðinni til gagns, tel ég að stríðandi fylkingar verði að slíðra vopn sín og setjast yfir málefni þjóðfélagsins. Þeir sem ekki treysta sér til að leggjast á þær árar, á grundvelli málefnaskrár flokksins, ættu að finna sér annan vígvöll til niðurrífandi persónuátaka.
![]() |
„Guðjón Arnar lét undan hótunum“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2008 | 16:16
Hrun frjálshyggjunnar
Er ég virkilega einn um að finnast það athyglisvert að núverandi og fyrrverandi formenn Sjálfstæðisflokksins, einir helstu boðberar frjálshyggjunnar, skuli nú standa sólahringsvaktir við að bjarga máttarstoðum þjóðfélagsins út úr hruni þess dásemdakerfis sem þeir hafa keyrt svo einarðlega yfir þjóðina á undanförnum áratug.
Það væri fróðlegt að heyra útlistanir þeirra á því hvað varð af goðærinu og hinni björtu framtíðarsýn, sem þeir boðuðu fyrir svo stuttu síðan.
![]() |
Óttast keðjuverkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2008 | 10:57
Hve dýr verður Hannes allur ????
Hvað skildi þjóðin eiga eftir að fá margar sneiðar af ævintýraverkunum sem Hannes Smárason afrekaði?
Það liggur einhvern veginn í loftinu að hann hafi notað Glitni á umdeilanlegan hátt við fjármögnun ævintýraverka sinna. Eignasafn Jóns Ásgeirs virðist ekki hafa dugað til að viðhalda lausafjárstöðu bankans.
Mér finnst athyglisverð sú ábyrgð sem forráðamenn Glitnis sína, að fara ekki út í einhverjar vafasamar feluaðgerðir, heldur ganga beint til verks til tryggingar framtíðarhag bankans og viðskiptamanna hans.
Mér finnst líklegt að Landsbankinn muni leita svipaðra úrræða á fyrri hluta næsta árs. Ég hef hins vegar á tilfinningunni að Kaupþing muni ekki lenda í þröngri lausafjárstöðu, en óttast að þeir lendi í Dómínóferli árið 2011, sem þeir ráða ekki við.
Því fyrr sem þjóðin sættir sig við hið óhjákvæmilega; að framundan er samdráttur og sparnaður, þeim mun léttari og markvissari verða aðgerðir til að stýra fram hjá mestu erfiðleikunum.
![]() |
Ríkið eignast 75% í Glitni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 166118
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur