Færsluflokkur: Dægurmál

Sorglegt skilningsleysi á hugtakinu "verðtrygging"

Á þessu hausti eru liðin 28 ár síðan ég setti fram mína fyrstu gagnrýni á svokallaða "verðtryggingu lánsfjár". Margir hafa reynt að hrekja röksemdir mínar, en enginn enn geta lagt fram trúverðuga niðurstöður sem hrekja það sem ég hef sett fram. 

Á árinu 1988 var á vegum Alþingis leitað til danskra sérfræðinga, með það að markmiði að hrekja endanlega óvægnar árásir mínar á Alþingi, vegna ólögmætrar mismununar sem hin svokallaða "verðtrygging lánsfjár" olli. Svo neyðarlega vildi til, að niðurstöður þessara dönsku sérfræðinga voru nákvæmlega þær sömu og ég hafði alla tíð haldið fram. Línurit mín og þeirra falla algjörlega saman og sína sama ferlið.

Þrátt fyrir þetta, hafa Alþingismenn ekki enn haft kjark til að leiðrétta það ranglæti sem felst í svokallarði "verðtryggingu". Slíkt er í raun afar sorglegt, því auðvelt er að færa gild rök fyrir því, að einmitt vegna þessarar svokölluðu "verðtryggingar", hefur Íslenska þjóðin misst af tækifæri til almennrar velsældar, sem fólst í greiðara flæði fjármagns milli landa, sem hófst á síðari hluta síðustu aldar. Eldmóður uppbyggingar tekjuskapandi atvinnuvega var drepinn niður með vitlausum aðferðum við stjórnun fjármála þjóðfélagsins. Afleiðingarnar þekkjum við af hruni útflutningsatvinnuvega og óviðráðanlegum kjörum atvinnulífs sem einstaklinga, á því lánsfé sem nauðsynlegt var til eðlilegrar starfsemi.

Nú á þessu ári hafa skapast alveg sérstakar aðstæður til að bera saman aðstæður á lánsfjármarkaði, hér heima og svo í þeim vestrænu löndum sem við berum okkur aðallega saman við. Bensín- og olíuverð hefur víðast hvar hækkað, og einnig hafa orðið umtalsverðar hækkanir á mötvöru afar víða. leitið upplýsinga um hvað þessar verðhækkanir hafa hækkað mikið höfuðstól lána þeirra sem þar skulda og berið það saman við það sem hefur verið að gerast hér. Ég á ekki von á að þið finnið mörg lönd þar sem verðbreytingar á vöru eða þjónustu hækki sjálfkrafa höfuðstól lána þeirra sem skulda.

Hver skildi ástæðan vera?

Svo virðist sem vestrænar þjóðir, að okkur einum undanskildum, geri sér grein fyrir því að verðmæti gjaldmiðils þjóðarinnar felst í magni erlends fjármagns sem til þjóðarinnar streymir sem eign (ekki sem lánsfé). Þennan grunnþátt er auðvelt að færa niður á plan fjölskyldu, og segja að þau verðmæti aukast sem fjölskyldan getur skipa með sér, eftir því sem tekjur aukast, sem inn á heimilið koma.

Ein af æðstu skyldum stjórnvalds (ríkisstjórnar) er að gæta þess að eðlilegt jafnvægi sé á milli umsvifa í þjóðfélaginu (viðskipta- og atvinnulífs) og þess fjármagns sem  er í umferð.

Stjórnarskrárbundin skylda hvílir á Alþingi að gjaldmiðill þjóðarinnar hafi sama verðgildi hjá öllum sem nota hann innanlands, og Alþingi er í raun óheimilt að fá öðrum í hendur vald eða heimild til að ákvarða breytingu á gengi gjaldmiðilsins, í viðskiptum manna í milli innan þjóðfélagsins. Þess vegna eru lög um verðtryggingu alvarlegt brot á grundvallarreglu stjórnskipunar okkar.

Sameinumst um að krefjast leiðréttingar, líkt og gert var 1983.         

 

 


mbl.is Skuldin hækkar hraðar en eignin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíndu Sjálfstæðismenn siðferðisvitundinni ?????

Stutt er síðan við mældumst með afar litla spillingu í opinberri stjórnsýslu og líklega munum við enn um sinn mælast með góða siðferðisvitund og afar litla spillingu í stjórnsýslu okkur.

Flestir sem komnir eru á miðjan aldur, muna væntanlega þá siðferðisvitund sem einkenndi Sjálfstæðisflokkinn fyrir 20 árum eða svo, þegar Albert Guðmundsson var knúinn til að segja af sér embætti fjármálaráherra, vegna þess að endurskoðandi hans gerði frekar klaufaleg mistök í framtali hans. Enginn skaði hlaust af þessum mistökum og þau uppgötvuðust áður en álagning fór fram.

Þá hafði Sjálfstæðisflokkurinn það sterka siðferðisvitund að forystumönnum hans fannst ekki annað koma til greina en Albert segði af sér ráðherradómi, þar sem hann bæri fulla ábyrgð á mistökum endurskoðandans.

Ætla mætti að siðferðisvitund Sjálfstæðisflokksins hefði horfið á braut við kynslóðaskiptinguna sem varð skömmu eftir framangreinda atburði.

"Skítt með kerfið" auglýsti síminn og hikaði ekki við að brjóta fánalögin í auglýsingu sinni.

Formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherrann, á að gæta virðingar þjóðfánans. Hann sá ekki ástæðu til að amast við þessari niðurlægingu fánans. Hver skildi ástæða þess vera?

Gæti verið að ástæðan væri sú að Sjálfstæðismönnum sé orðið sama um álit þjóðarinnar? Eru þeir orðnir svo vanir því að komast upp með hvað sem er, að þeir reikni ekki einu sinni með eðlilegum viðbrögðum frá þjóðinni?

Gæti dulið slagorð þeirra verið - "Skítt með þjóðina", hún kýs okkur hvort sem er          


mbl.is Flótti úr lögreglu Suðurnesja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, um hvað snýst sigur Eggerts

Það er ánægjuleg niðurstaða sem Hæstiréttur birti í dag, er sýknudómur var loksins kveðinn upp í ákærumáli á hendur Eggert Haukdal.

Eðlilega spyrja margir um hvað þetta mál snúist. Upphaf þess var fyrir 10 árum og flestir búnir að gleyma hvernig þetta birjaði; auk þess sem fjölmiðlaumfjöllun var yfirleitt frekar æsingakennd og neikvæð fyrir Eggert.

Eins og oft vill verða, eru það nokkrar samverkandi ástæður sem valda svona aðförum. Eggert, sem hafði verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ákvað að ganga til liðs við Frjálslinda flokkinn og ætlaði að fara í framboð fyrir hann. Á sama tíma er sonur eins bóndans í sveitinni að læra viðskiptafræði og kemur auga á að bókhald sveitarfélagsins er ekki í sem bestu lagi. Við ábendingum um að endurskoðandi sveitarfélagsins hafi ekki unnið bókhaldið sem skildi, ákveður sveitarstjórnin SAMHLJÓÐA, að leita til KPMG endurskoðunar um endurskoðun á uppgjöri endurskoðanda sveitarfélagsins. Beiðni þessa lagði Eggert fram, sem þáverandi oddviti.

Endurskoðandi KPMG, tók að sér verkið og samdi reifarakennda skýrslu, þar sem hann tók sér vald dómara til að ákvarða að nokkrar skuldir sveitarfélagsins væru persónulegar skuldir Eggerts. Nokkrum árum síðar, viðurkenndi þessi endurskoðandi loksins bréflega til saksóknara, að hann hefði ekki litið í fylgiskjalamöppur sveitarfélagsins, við vinnslu málsins, því þau fyrlgiskjöl sem hann byggði aðallega á í fjárdráttarþætti málsins, væru ekki til í fylgiskjölum ársins.

Skýrsla endurskoðandans var send til Ríksilögreglustjóra til rannsóknar. Þar var búin til önnur skýrsla, án þess að líta á bókhald eða fylgiskjöl. Í kjölfar þeirrar skýrslu var gefin út ákæra í þremur liðum. Tveir þeirra voru slegnir út af borðinu í fyrstu umferð um dómskerfið, enda byggðir á þvílíkri steypu að stappar rugli næst.

Sá lögfræðingur sem Eggert fékk fyrst til að vinna fyrir sig, ætlaði að láta dæma alla þessa þrjá ákæruliði sem játningarmál. Þ. e. að Eggert játaði sig sekan um öll þessi atriði. Sem betur fór var hægt að stöðva það.

Frá árinu 2001 hefur baráttan staðið um eina leiðréttingarfærslu sem endurskoðandi sveitarfélagsins færði í bókhaldið, tveimur árum eftir að ársreikningur þess árs hafði verið gefinn út og afgreiddur. Endurskoðandinn hafði engin fylgiskjöl til að bera uppi þessa færslu, en skrökvaði því hjá Ríkislögreglustjóra að Eggert hefði beðið sig að færa þessa færslu.

Aðalvitni ákæruvaldsins í þessari ákæru gagnvart Eggert, voru þessi óvandvirki og óheiðarlegi endurskoðandi sveitarfélagsins og endurskoðandi KPMG, sem samdi upphaflegu ruglskýrsluna um bókhald sveitarfélagsins, án þess að líta á bókhaldið eða fylgiskjölin.

Það sérkennilega við allt þetta mál er, að þeir sem valdir eru að saknæmu atferli í þessu máli, eru þessi tvö aðalvitni ákæruvaldsins, endurskoðandi sveitarfélagsins og endurksoðandi KPMG. Þeim mistökum vildi ákæruvaldið aldrei kingja.

Það er sorglegt að svo lítil bókhaldsleg þekking skuli vera í dómskerfi okkar, sem komið hefur í ljós í þessu máli. Öll þau atriði sem lesa má um í þessum dómi Hæstaréttar, voru lögð fram í fyrstu umferð máslins árið 2001. Spurningin er hvort dómarar hafi ekki skilið það sem fyrir þá var lagt, eða hvort sannleikurinn fékk loks að koma fram í dómsniðurstöðu þegar dómarar voru fengnir utan réttarins.

Þeirri spurningu verður trúlega aldrei svarað með neinni vissu.                    


mbl.is Eggert: Ánægður og þakklátur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn einn óvitaskapur stjórnenda bankanna

Líklega verður maður að sætta sig við það, að við kynslóðaskipti í bankakerfinu hafi sest í hásætin fólk sem hafði prófskírteini til að mega kalla sig "sérfræðinga" þó það virðist vera öreigar hvað þekkingu varðar.

Í það minnsta er það svo um þann "sérfræðing" sem leggur grunninn í þessa frétt. Þekking hans á málefninu sem hann fjallar um virðist fyrir neðan fátæktarmörk, ef rétt er eftir honum haft.

Í fréttinni segir:  Heimilin eru vel búin undir niðursveiflu....  Skuldir heimilanna hafa aukist mikið á síðustu árum en sem betur fer er sömu sögu að segja af eignum heimilanna.

Líklega er flestum ljóst, öðrum en "sérfræðingum" að fólk eykur ekki skuldir sínar til að greiða þær til baka með eignum sínum; hvað þá með eignum annarra.  Trygg atvinna og tryggar launagreiðslur, á því tímabili sem skuldir eru að greiðast upp, eru máttarstólparnir undir góðri stöðu heimila sem skulda. Slík hugsun virðist ekki vera ofarlega í vitund "sérfræðinga" á greiningarsviði banka, eftir þessu að dæma; nú þegar mjög þrengir að atvinnulífi og tekjum skuldsettustu kynslóðanna.

Í fréttinni segir áfram:  Í þjóðhagsspá Greiningar Glitnis kemur fram að eignir heimilanna hafi í lok síðasta árs numið 5.300 milljörðum króna og höfðu aukist um 32% á einu ári. ????????? Síðan þá hefur hlutabréfavísitala fallið um 37% og húsnæðisverð frekar lækkað en að það fylgi verðbólgu.

Og áfram segir í fréttinni:  Þessi mikla eignaaukning hefur fyrst og fremst verið knúin af mikilli eignaverðshækkun en húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um að meðaltali 20% á ári á tímabilinu 2004-2007 á meðan hlutabréfaverð hefur hækkað um 34% að meðaltali á sama tímabili.

Hvað má lesa út úr þessu? Þeir segja að eignir höfðu aukist um 32% á einu ári. Allir sem skulda vita að skuld lækkar ekki um 32% á einu ári. Til að þessi mismunun verði milli eigna og skulda á einu ári, þarf að koma til hjálp frá "sérfræðingum" við að búa til innihaldslausa eignauakning.

Til að geta aukið útlán sín, fóru bankarnir árið 2004, í að búa til eignaaukningu með því, án ytri forsendna, að búa til hækkun á söluverði fasteigna og hækkun lánshlutfalls, með leikfléttum sem ekki verða raktar hér. Þessar leikfléttur sköpuðu þeim þó aukin útlán, sem einmitt var markmiðið.

Ef við tökum nú saman þessa furðufrétt greiningadeildar Glitnis, kemur eftirfarandi út.

1:  ...húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um að meðaltali 20% á ári á tímabilinu 2004-2007. Þetta er ekki rétt. Á þessum árum var ég að fylgjast vel með verðum íbúða, því ég var að skipta um húsnæði, og veit þess vegna að verð hækkaði ekki um rúm 60% á þremur árum.

2:  ....hlutabréfaverð hefur hækkað um 34% að meðaltali á sama tímabili. Þetta er athyglisvert. Ef þessi 34% meðaltalshækkun á ári, árin 2004 - 2007 væri rétt, hefði hlutabréfavísitalan verið í mínustölu í upphafi ársins 2004, vegna þess að þrisvar sinnum 34%, eru 102% + margfeldniþáttur.  Að auki er þess ekki getið að hlutabréfavísitalan hefur fallið úr rúmum 9000 stigum niður í 3857 sig, þannig að engin raunaukning hefur orðið í verðmætum hlutabréfa.

Greiningadeild Glitnis fær einkunina -9,8 fyrir þessa þjóðhagsspá.         


mbl.is Staða heimilanna afar góð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum við leið á verðbólgunni ?????

Allir keppast við að hallmæla verðbólgunni, en  kappkosta á sama tíma, af þekkingarskorti, að viðhalda henni eða jafnvel auka hana.

En, hverjar eru grundvallarástæður verðbólgu?

Þær eru raunar nokkrar. Sumar hvernjar ræður almenningur við, en aðrar ástæður eru skapaðar á bankamönnum.

Aðstæðurnar sem almenningur ræður við er gjaldeyrisnotkun. Fólk getur fylgst með fréttum af vöruskiptajöfnuði, sem yfirleitt er gefinn upp í fyrri hluta  hvers mánuðar, fyrir næsta mánuð á undan. Ef halli hefur verið á vöruskiptum, þýðir það að við höfum keypt vörur fyrir hærri fjárhæð en við höfðum tekjur fyrir. Slíkt er bein ávísun á verðbólgu.

Meðan bankar og innflytjendur gátu fengið erlend lán til að greiða þær vörur sem við fluttum inn, umfram tekjur okkar, kom vöruskiptahallinn ekki fram sem verðbólguhvati, vegna þess að lánið borgaði innflutninginn. Nú er greinilega orðið erfiðara um lánsfé. Þess vegna skapast vöntun á fé til að greiða innfutniginn; en það er einmitt þessi vöntun á fé til greiðslu skulda sem er verðbólguhvatinn.            

 Það eru því fyrst og fremst við sjálf, sem getum slegið verðbólguna niður, með því að hafa vakandi augu með því hvernig við eyðum penignunum okkar. Getum við minnkað innkaup á erlendum vörum, þannig að vöruskiptahallinn verði lítill eða enginn?  getum við fækkað ferðum okkar til útlanda og þannig sparað gjaldeyri? Erum við vakandi fyrir eðlilegri gagnrýni á stjórnvöld og fyrirtæki, vegna eyðslu þeirra á gjaldeyri þjóðarinnar?

Allir þessir þættir hafa áhrif á verðbólguna.  Eigum við ekki frekar að nota orku okkar til að berjast gegn verðbólgunni, en að nota hana til að væla í ríkisstjórninni; sem gerir ekkert meðan við eyðum gjaldeyri án neinnar fyrirhyggju.

ALLIR ÚT AÐ ÍTA VERÐBÓLGUNNI FYRIR BORÐ.           


Dæmigert fyrir rökhyggju Íslendinga

Ég er löngu hættur að verða hissa á vitleysunum sem kemur út úr ýmsum skoðanakönnunum hér. Einkanlega þegar spurt er spurninga sem sárafáir Íslendingar hafa kynnt sér til hlýtar, líkt og spurt var í þessaari könnun.

Ég er næsta viss um að það eru ekki 10% Íslendinga sem vita hvaða áhrif það hefur á þjóðfélagið að taka upp gjaldmiðil sem þjóðin ræður engu um gengisskráningu á.

Við höfum, því miður, of fáa stjórnendur í atvinnu- eða viðskiptalífi okkar, sem færir eru um að stjórna atvinnustarfsemi og viðskiptum innan stöðugs gjaldmiðils.

Stöðugur gjaldmiðill mundi skapa 40 - 50% samdrátt í verslunar- og þjónustustarfsemi, vegna lítilla tekna af sölu til erlendra aðila af framleiðsluvörum og þjónustu.

Er fólk tilbúið að stökkva í sviphendingu inn í slíkan samdrátt og um leið hendu út flestum stjórnendum atvinnulífs okkar, þar á meðal flestum stjórnendum fjármálageirans?

Ég tel, líkt og yfirleitt gerist í svona könnunum, að svörin byggist á innihaldslausri óskhyggju barnsins, sem enginn krefur um rökhyggju.

Fólk fer kannski að hafa tíma til að hugsa og hlusta á innri skynsemisröddina, sem ekki heyrist fyrr en streitan minnkar VERULEGA MIKIÐ.              


mbl.is Meirihluti vill evru hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir hverju bíður Alþingi??????

Væntanlega vitum við flest að þeir einu sem geta stöðvað ofbeldi gegn lögreglu er löggjafarvaldið; Alþingi sjálft. Á meðan alþingismönnum þykir það sæmandi að komið sé fram við einn af máttarstólpum lýðræðisins (lögregluna), með þeim hætt sem fréttir berast ítrekað af, virðist ljóst að mannvirðing þeirra og mannkærleikur er frekar aftarlega í forgangsröðinni. Kanski fyrir aftan peningalega hagsmuni.

Það eru alþingismenn einir sem hafa þau áhrifaöfl í höndum sem breytt geta því ófremdarástandi sem hér hefur verið; og stöðugt versnar. Stærstur hluti þjóðarinnar hefur undanfarin ár hrópað á hjálp þeirra, til að stöðva vaxandi villimennsku í höfuðborg landsins. Enn er ekki farið að bera á því að þeir heyri til þjóðarinnar, eða vilji leggja lóð sitt á vogarskál mannvirðingar og mannkærleika í samfélaginu.

Maður hlýtur að spyrja sig hvað dvelji, þegar Alþíngi hefur margsinnis afgreitt umfangsmeiri verkefni á fáeinum dögum, t. d. þegar hagsmunir kvótagreifanna eiga í hlut; eða þegar þeir afgreiða launa- eða lífeyrisbætur fyrir sjálfa sig. Er hugsanlegt að þeir vakni ekki fyrr en ofbeldismennirinir hafa DREPIÐ einhvern, eins og þeir virðast stöðugt hóta.

ER ALÞINGI AÐ BÍÐA EFTIR MORÐI ???????????                   


mbl.is „Ég skal drepa konuna þína!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afgerandi munur á Bandarískum og Íslenskum aðstæðum

Ekki hvarflar að mér að Sigurður landlæknir vilji ekki vel. Ég tel víst að hann leggi sig fram um að leysa sem best úr þeim vandamálum sem á borð hjá honum koma. Þau mál geta hins vegar orðið viðkvæm úrlausnar, m. a. vegna þess hve samfélag okkar er lítið.

Smæð samfélagsins veldur því að læknar eru flestir í sama félaginu, þekkja eitthvað til hvers annars og eru því afar tregir á að gagnrýna sjúkdómsgreiningu eða vinnubrögð hvers annars. Öðru máli gegnir með Bandaríkin, þar sem auðvelt er að finna lækna sem engin tengsl eru milli.

Vegna þessarar sérstöðu okkar, þurfum við líka að hugsa út frá öðrum forsendum en stórþjóðir gera, þegar við hugum að öryggisþáttum í samskiptum við fámenna sérsviðshópa, líkt og lækna, lögfræðinga, endurskoðendur o. fl. slíka, sem byggja á sérmenntun og sérþekkingu. Við verðum að hafa með í hugmyndafræðinni, hina miklu nálægð milli manna í þessum hópum. Sú nálægð getur gert að engu möguleika skjólstæðinga þeirra til að leita álits fagaðila á sama sviði.

Menn geta deilt um rétt Tryggingastofnunar, samkvæmt lögum eða reglugerðum, til að neita greiðslu á læknishjálp fyrir Ellu Dís. Við verðum hins vegar öll að horfast í augu við, að við munum aldrei geta sett lög sem ná yfir alla mögulega þætti heilsufarsmála. Það er grundvöllurinn fyrir því að fólk með ætlaða færni í heilastarfsemi er ráðið til að stjórna þessari stofnun, en henni ekki stjórnað af vel forritaðri tölvu, sem svarar öllum fyrirspurnum nákvæmlega eins. Það er hinn fjölbreytilegi mannlegi veruleiki, samhliða þeim siðfræðilegu gildum sem við viljum að ríki í samfélagi okkar, sem valda því að við viljum hafa lifandi mannlega ályktunarhæfni við stjórnun svona stofnana, en ekki eingöngu blinda stýringu samkvæmt lagatexta eða reglugerðum.

Þess vega verða menn, eins og Sigurður landlæknir, að hefja sig upp fyrir lagaramma og reglugerðir, í tilvikum eins og þessu með Ellu Dís, og leysa svona mál frá grunni siðfræðinnar, með stuðningi af stjórnarskrá, lögum og reglugerðum, með heilsu og hagsmuni þolenda í forgrunni.

Ég ber þá von í brjósti að menn muni rata þá leið.                 


mbl.is Fólk leiti annars álits
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða á í Breiðholti var brúuð??

Þeir hjá mbl.is eru nú ekki lengi að flytja eina brú.  Í gær þegar ég fór yfir Grafarvoginn, í Grafarvogshverfið, fór ég yfir Gullinbrú. Svo sé ég að nú er búið að flytja þessa brú til okkar yfir í Breiðholt. En á hvaða á skildi hún hafa verið sett þar ?            
mbl.is Eldsvoðar, umferðaóhöpp og árás á lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mörg fyrirtæki virðast brjóta lög af ásetningi

Ég hef kvartað við mörg fyrirtæki vegna seðilgjalda. Sumstaðar fæ ég engin svör en sumir segjast bara rukka þetta þangað til þeim verði bannað það. Þeir líti ekki þannig á að þetta sé bannað og meðan ekki sé úrskurðað um það, haldi þeir afram að rukka þessi gjöld.

Nú vill svo til að hverjum seljanda vöru eða þjónustu er skyldt að gefa úr reikning eða kvíttun, sem í það minnsta er í þríriti. Frávik frá þessu eru smásöluverslanir og veitignastðir, sem verða þá að hafa söluskráningu í viðurkenndum sjóðskössum. Þeim er heimilt, og skylt, að afhenda kassastrimil við hverja sölu.

Sölureikninga eða greiðslukvittanir eiga móttakendur greiðslu að gefa út og afhenda eða senda greiðanda, á eigin kostnað. Hvergi er í lögum heimild til handa söluaðila vöru eða þjónustu, að færa þennan kostnað með beinum hætti yfir á greiðandann; hvað þá að gera hann að sérstökum gjaldstofni, mikið hærri en  sá kostnaður sem aðgerðin veldur söluaðilanum.

Það er augljóst að við losnum ekki við ásetnings óheiðarleika úr viðskiptalífinu hjá okkur, nema sett verði afgerandi hörð viðurlög við sniðgöngu réttlátra leikreglna. Græðgisfýknin virðist svo allsráðandi að virðing fyrir viðskiptamanninum er löngu fokin úr vitund þeirra sem þessi fyrirtæki reka.

Gamalt máltæki segir: Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá.

Ný útgáfa þessa áæta máltækis gæti verið:  Af lögbrotunum þekkið þið græðgisfýklana.                 


mbl.is Seðilgjöld ólögmæt án samnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 166118

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband