Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
16.10.2008 | 17:01
Alvarleg hætta á ferðum ef fjármálafyrirtæki ganga fram af hörku.
Óneitanleg er afar mikil hætta á alvarlegum aðgerðum lánastofnana. Komandi samdráttur í þjóðfélaginu mun ótvírætt þrengja að greiðslugetu fjölmargra fjölskyldna. Í því samhengi munu harðar lögfræðiinnheimtur litlum sem engum árangri skila lánastofnunum.
Þessi hætta stafar fyrst og fremst af því að engir núverandi stjórnendur fjármálafyrirtækjanna, hafa reynslu af hörmungatímabilinu 1982 - 1992. Væri sú reynsla til staðar innan fjármálastofnana nú, mundi líklega enginn stjórnandi þeirra láta sér detta í hug að gefa svör eins og nú eru að birtast.
Vandinn sem við var að fást á fyrrgreindu tímabili, var einungis lítið brot af þeim vanda sem framundan er að leysa nú. Því væri verðugt fyrir stjórnendur fjármálastofnana að kynna sér það gífurlega tap sem fjármálastofnanir þurftu að bera SJÁLFAR, vegna óábyrgra og óraunsærra innheimtuaðgerða.
Farsælla er, og margfallt kostnaðarminna fyrir fjármálastofnanir, að taka sjálfar til endurskoðunar endurgreiðslugetu lántakanna, með hliðsjón af lengingu lána, eða hugsanlegum afskriftum hluta höfuðstóls, frekar en fara í dýrar lögfræðiinnheimtur, sem yfirgnæfandi líkur eru á að verði að þeirra eigin kostnaði.
Ef halda á í hámarki, getu lántaka til að greiða skuldir sínar, er mikilvægast að ganga ekki þannig fram að lántakinn missi heilsuna og þar með getuna til tekjuöflunar. Þá hafa harðar, óraunsæjar og ómanneskjulegar innheimtur afar niðurbrjótandi áhrif á þann sem fyrir þeim verður. Slíkt niðurbrot slekkur afar fljótt á virðingu skuldara fyrir skuldareiganda og lokar þar með, í afar mörgum tilvikum, möguleikum skuldareiganda til að fá skuld sína greidda.
Ég hef, nú fyrir nokkrum dögum, send forsætis- og viðskiptaráðherrum áskorun, um að setja reglur sem banni fjárnám og nauðungasölur íbúða, vegna annarra skulda en stofnað var til vegna kaupa á eigninni eða stórfelldri endurnýjun eða viðhaldi.
Mikilvægt væri, ef einhver tæki að sér sem til þess hefur búnað og getu, að setja á fót undirskriftasöfnun á netinu, þar sem samskonar áskorun er send ríkisstjórn og Alþingi. Vona ég að einhver sjái sér fært að setja slíka áskorun af stað. Oft hefur verið þörf á samstöðu fólks til varnar heimilum, ásamt skóla- og vinaumhverfi barna, en nú er nauðsyn brýn.
Hvert tilfelli skoðað og komið til móts við fólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2008 | 13:08
Í Guðs bænum, EKKI VEITA VEÐ Í ÍBÚÐUM VEGNA NEYSLULÁNA/BÍLALÁNA
Ég held að rekstraraðilar fjármálafyrirtækja ættu að hugsa vel sinn gang áður en þeir fara að kerfjast veðs í íbúðum fólks vegna bílalána, eða anarra neyslulána.
Í fyrri erfiðleikahrynunni, á árunum 1985 - 1992, var svo mörgum heimilum rústað með veði og fjárnámskröfum í íbúðir fólks, að óhugnanlega mikill fjöldi barna lentu í alverlegri upplausn með lífsumhverfi sitt.
Árangur fjármálafyrirtækjanna af þessu fyrirkomulagi var sorglega lítill. Flestar þessar íbúðir voru veðsettar það hátt, vegna fasteignalánanna sjálfra, að þegar nauðungarsalan fór fram, var svo langur vegur frá því að fjármálafyrirtækin með fjárnámin vegna neyslulánanna, kæmust á blað með að fá einhverja greiðslu. Eina sem þau höfðu upp úr því að EYÐILEGGJA HEIMILI FJÖLSKYLDNANNA, var lögfræði- og innheimtukostnaður sem þau urðu að afskrifa.
ÉG BIÐ YKKR!!!!!!!!! Ekki fara aftur af stað með þessa hörmulegu eyðileggingu á lífsumhverfi fjölskyldna, þó einkanlega barnanna, sem ekkert hafa til saka unnið.
Við fjármálafyrirtækin vil ég segja. - Munið að það voruð þið sem lögðuð gilliboðin fyrir fólkið. Þið áttuð að hafa faglegu þekkinguna til að sjá hve vonlaus þessi stefna var til framtíðar. Þess vegna berið þið mikla ábyrgð, og þið verðið að axla hana.
Vildu að húsið yrði sett sem veð fyrir bílnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2008 | 12:01
Þetta hefur nú verið kallað að leika tveim skjöldum
Ég velti fyrir mér hvort Gordon Brown muni greiða þessari tillögu atkvæði sitt. Verði svo, eru Bretar óáreiðanlegri en íslenska veðrið. Annað er líka athyglisvert. Ég held að það hafi verið í gær sem Geir H. Haarde, var sagður hafa kynnt árás Breta fyrir framkvæmdastjóra ESB. Ef ég man rétt hafi hann svarað, að ríkin yrðu sjálf að gera upp deilur sínar.
Hvaða meining er t. d. í þessari boðuðu yfirlýsingu? Ætla þeir að fordæma að stærsta fyrirtæki Íslands sé rústað, að ósekju, með lögum til varnar hryðjuverkum? Ætla þeir að leggja fram tillögur til endurreisnar þessa fyrirtækis, sem eyðilagt var og að Íslandi verði bættur sá skaði sem því var valdið, að ástæðulausu?
EÐA, eru þetta bara falleg orð á blaði, til þess ætluð að skapa þessum aðilum þægilegri fjölmiðlaumfjöllun?
ESB-leiðtogar styðja Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2008 | 10:50
Velfarnaðaróskir, með von um gott gengi
Ég óska Nýjum Glitni velfarnaðar í ólgusjó úfinna heimsfjármála. Því starfsfólki sem heldur störfum sínum óska ég líka góðs gengis og bið fyrir velferð þeirra sem ekki fluttust yfir í nýja bankann. Vona að þau fái sem fyrst störf við sitt hæfi, þjóð okkar til blessunar.
Birnu Einarsdóttur óska ég einnig velfarnaðar í erfiðu starfi og tel einkar vel við hæfi að fá jarðbundna konu (eins og hún virðist vera af mynd að dæma), sem vonandi getur veitt okkur öllum, viðskiptamönnum Nýja Glitnis og starfsfólkinu, uppbyggilegt og uppeldislegt aðhald í fjármálum.
Guð blessi ykkur í leik og starfi.
Nýr Glitnir stofnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2008 | 10:32
Alltof lítil lækkun
Miðað við efnahagsástandið og núverandi stýringu gjaldeyrisviðskipta og þrönga stöðu bankanna til frjálsra útlána, er þetta of lítið lækkun. Eðlilegt hefði verið, til orkuinnspítingar fyrir atvinnulífið, að stýrivextir lækkuðu um 6,5 - 7%, eða sem nemur helming.
Mér finnst þessi litla lækkun benda til að stjórnendur Seðlabankans séu ekki enn farnir að gera sér fulla grein fyrir alvarleika þessa máls, og séu fyrst og fremst að hugsa um að bakka pent og settlega frá þeim þvingunarvöxtum sem töldu sig vera að beita meðan öll bankastarfsemi var frjáls og óheft.
Hér er um neyðarástand að ræða og þá verða menn að hafa kjark til að gera strax það sem gera þarf, nema menn ætli sér bara að bjarga líki til greftrunar.
Stýrivextir lækkaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2008 | 10:18
Ekki millifæra íslenskar krónur meðan ástandið er svona
Ég er svolítið hissa á ef fólki sem dvelur í útlöndum hefur ekki verið bent á að breyta íslensku krónunni hér heima í þá mynt sem þeir þurfa að nota. Leiðir til að senda gjaldeyri héðan eiga ekki að vera lokaðar, því til slíks eru fleiri en ein leið. Neyðarleið væri að fá utanríkisráðuneytið til að senda greiðsluna í viðkomandi sendiráð, á nafni þess sem á að fá peningana.
Flestir hljóta að hafa einhvern hér á landi sem getur annast slíka úttekt og gjaldeyriskaup í bönkunum okkar, og þá notað Nýja Landsbankann, hraðsendingar, eða ráðuneytið, til að koma gjaldeyrinum í réttar hendur.
Tregðan virðist vera í því að erlendir aðilar taki ekki við sendingum á ísl.krónu og breyti henni í mynt viðkomandi lands. Hér heima ætti gjaldeyriskaup vegna svona framfærslumála að hafa forgang.
Námsmenn enn í erfiðleikum með millifærslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2008 | 23:59
Það eru margar aðvaranir undir stólnum
Á undanförnum árum hafa margar aðvaranir verið látnar í ljós, bæði af Alþjóða gjaldeyrissjóðnum Alþjóðabankanum og fleiri aðilum. Þessir aðilar voru utan hlustunar, því þeir voru ekki að tala um hve góð stjórnun væri á fjármálum okkar.
Greinilega þarf þjóðin að slaka verulega á streitunni, því spenna og æðibunugangur veldur yfirleitt heyrnarleysi á þætti sem gætu minnkað spennuna og skapað betra mannlíf. Það er hins vegar ekki það vinsælasta hjá þeim öflum sem þrífast best á því að almúginn sé yfirspenntur og æði áfram í óyfirvegaðri neyslu.
Bankaskýrsla undir stól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2008 | 17:19
Með markvissu átaki má forða óþarfa niðurbroti heimila
Mikill fjöldi heimila eru verulega skuldsett í ýmiskonar lánum sem eru ekkert tengd fjárfestingu í íbúðarhúsnæði. Iðulegast er það þannig, að þeim hlutum eða verðmætum, sem fengin eru út á slík lán, er sjaldnast hægt að skila. Sala slíkra hluta eða verðmæta er sjaldnast fyrir hendi, nema fyrir lítið brot af því verðmæti sem keypt var fyrir. Iðulegast eru slíkar lán til 3ja, 5, eða 7, ára.
Oftast eru það þessar skuldir sem verða ókleifi hjallinn sem veldur vanskilaferli, því í þessum skuldum er yfirleitt tekin áhætta að ystu mörkum þess mögulega. Minnkun tekna, aukin útgjöld eða önnur óvænt inngrip í hið yfirspennta umhverfi verður iðulega til þess að ekki verður hægt að greiða allar mánaðarlegar afborganir og nýr útgjaldaliður bætist við, sem er dráttarvextir og vanskilakostnaður.
Mikilvægast er, að þeir sem finna greiðslubirgði af lánsfé vera að sliga fjölskylduna, leiti strax leiða til að forðast dráttarvexti og vanskilakostnað, því slíkt er tvímælalaust oftast upphafið að endalokunum; einungis spurning um tíma.
EN, hvað er til ráða?
Mikilvægast er að fara strax í gegnum heimilisútgjöldin og strika út alla ónauðsynlega eyðslu peninga. Ekki er þar með verið að tala um einhvert sultarlíf, en samt gæta verulegrar hagkvæmni, því átakið gæti staðið jafn lengi og stysta lánið er að greiðast upp.
Dugi þetta ekki til, er mikilvægt að taka saman skrá yfir ALLAR afborganir eða aðrar greiðslur af lánsfé, og leggja saman heildar greiðslubirgðina. Þegar það liggur fyrir, ásamt nauðsynlegum útgjöldum heimilisins, er hægt að sjá hvað greiðslurnar eru mikið hærri en þær tekjur (útborguð laun) sem inn á heimilið koma. Með þá niðurstöðu í höndunum er t. d. hægt að nota reiknivél Íbúðalánasjóðs, til útreiknings á afborgunum lána, til að reikna út möguleikana til lækkunar á greiðslubirgði, lengingu lánstímans. Munið bara að setja inn áætlaða verðbólgu fyrir tímabilið sem útreikningurinn nær yfir.
Möguleikarnir sem skapast með slíku, er að sjá hvort hægt er að komast hjá vanskilum með því að lengja lánin eða fá lækkaða vexti. Mikilvægt er að átta sig á að það er ekki síður mikilvægt fyrir lánveitandann að vita strax af því ef greiðsluvandi er að skapast, því sveigjanleikinn er mestur áður en vanskil greiðanda fara að skapa lánveitandanum vanda í hans greiðsluumhverfi.
Ef staðan er svo slæm að ekki er hægt að ná viðunandi árangri með lengingu láns, eða vaxtalækkun, er einungis ein leið eftir, sem kallast "óformlegir nauðasamningar". Slíka tilraun þarf ævinlega að fá einhver utanaðkomandi til að framkvæma, því ef skuldarinn reynir slíkt sjálfur, munu skuldareigendur þvæla honum í tilslakanir sem skilar óásættanlegri niðurstöðu, þannig að greiðslubirgði lækkar ekki nóg til að skuldari geti staðið í skilum.
Þó erfiðleikar séu framundan, er mikilvægast að gefast ekki upp. Þeir sem sigra erfiðleikana uppskera birtuna, gleðina og hamingjuna sem fylgir tilfinningunni um að hafa sigrað. Þið sjáið þessa orku í íþróttafólkinu sem sigrar í keppni. Sú tilfinning er eftirsóknarverð, til viðbótar við tilfinningu frelsis, að vera ekki með kvöð um að vinna eitthvað X mikið fyrir afborgunum af lánsfé, sem ekki var brýn nauðsyn að taka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2008 | 10:55
Er ESB næsti sýndarveruleiki sem við tökum kollsteypu í ???
Á undanförnum áratugum hef ég oft oðað það svo, að við Íselndingar séu einkennilega háðir því að lifa einlægt í einskonar "sýndarveruleika".
Á ég þar við einskonar múgsefjun sem einlægt verður að einskonar þráhyggju, sem fram til þessa hefur, í raunveruleikanum, ævinlega reynst allt annað en sá sýndarveruleiki sem boðaður var, og blessaður í hástert.
Það vekur óþægilegar spurningar um raunveruleikaskyn þeirra sem enn sjá framtíðarljós Íslands einungis loga glatt, sé því stjórnað frá Brussel. Nú síðustu daga höfum við áþreifanlega orðið vör við ósamstöðu stærstu og sterkustu ríkja ESB, þegar þau gátu ekki orðið samstíga í vörnum gegn fjármálakreppunni, heldur fóru hvert sína leið, eins og ESB væri ekki til.
Vitað er, að ESB er í botnlausu skuldafeni og það hefur ekki geta fengið endurskoðaða ársreikninga sína í mörg ár (nálgast áratuginn). Í því efnahagsástandi sem öflugustu ríki ESB eru að fást við núna, er afar ólíklegt að þau finni sig aflögufær, til aukins stuðnigs við fjármálastöðu ESB, hvað þá til að auka útgjöld vegna reksturs samsteypunnar.
Í þeirri stöðu sem fjármál hins þróaða heims eru nú, þar sem ríkissjóðir flestra landa þurfa að leggja fram ævintýralegar fjárhæðir til að bjarga bankakerfum sinna landa, er afar ólíklegt að þessar ríkisstjórnir verði nú (fyrst það hefur ekki verið samþykkt á undanförnum árum) tilbúnar til að veita ESB samsteypunni auknar ábyrgðir vegna langtímalána, til lækkunar þeirra óreiðuskulda, sem greinilega eru að hindra endurskoðendur í að skrifa upp á ársreikningana.
Ég minnist þess ekki, að hafa heyrt fréttir frá hinu eftirsótta hringborði ESB ríkjanna, að þaðan komi einhverjar niðurstöður sem eigi upptök sín hjá fulltrúum hinna smærri ríkja Evrópu, þó þau séu umtalsvert margfeldi þjóðar okkar; auk þess að vera á meginlandi Evrópu en ekki lítið eyland, í mörg hundruð mílna fjarlægð frá meginlandinu.
Ég vil síður en svo gera lítið úr þeim sem horfa á heimsmynd komandi áratuga, í gegnum hin lítt gegnsæju ESB gleraugu. En mér finnst óþægilega lík röksemdafærsla þeirra, þeim röksemdafærslum sem settar voru fram fyrir þeirri miklu útþennslu bankakerfisins, sem uppi voru fyrir fáeinum árum.
Í ljósi alls þessa, og miklu fleiri alvarlegra atriða, spyr ég hvort íslenska þjóðin sé reiðubúin að stiga sér í enn einn drullupollinn, þar sem þeir verði að öllum líkindum meðhöndlaðir með sömu hugmyndafræðinni og lýst er í sögunni um naglasúpuna góðu.
Innganga í ESB eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2008 | 23:54
Beina þarf athyglinni að hugsunarhættinum sem framkallaði vitleysuna
Afar mikilvægt er, þegar þjóðin fer að ná jafnvægi aftur, að fólk leiði hugann að því hvað varð þess valdandi að svona atburðir gátu gerst.
Mikilvægt er, að gleyma ekki grunneðli mannsins; þ. e. þeim eiginleika okkar allra að reyna á þolmörk þeirra reglna sem afmarka okkur farveg fyrir lífsleiknina.
Ef við horfum í eigin barm, finnum við vafalaust öll innra óþol gagnvart einhverju sem okkur finnst þrengja að okkur. Flestir kannast við að aka aðeins hraðar en reglurnar segja til um; fara alveg að ystu mörkum þess að lögreglan sekti okkur, og fara enn hraðar þegar við teljum okkur örugg með að lögreglan sé hvergi nærri.
Þegar þessi eiginleiki er skoðaður; eiginleiki sem býr í okkur flestum, tel ég víst að það opni okkur nýja sýn á svonefnda "útrás". Margir geta að einhverju leiti samsamað sig spennuþættinum sem kom mönnum til að reyna aðeins meira á þolmörk reglna og hversu langt menn kæmust upp með að mistúlka lög og leikreglur.
Hér er á engan hátt verið að byggja upp afsökun fyrir því sem gerðist; heldur verið að leitast við að opna sýn að þeim hvata sem dregur fólk áfram. Mikill fjöldi fólks þekkir teygjanleikann í þolmörkum á greiðlsubyrgði af lánsfé; þar sem okkur er sérlega eiginleikið að fara alveg að ystu mörkum og iðulega vel út fyrir þau.
Það sem hér er verið að vekja umhugsun um, er að líklega er það einkum tvennt sem eru höfuðástæður þess hvernig fyrir okkur er komið.
Annars vegar er það nokkur oftúlkun fólks á hugtakinu "frelsi". Vegna þess óþols fyrir hömlum, sem býr í grunngerð okkar, greip fólk það fagnandi hendi að stjórnvöld boðuðu aukið frelsi einstaklingsins. Margir skyldu þetta hugtak þannig að þeir mættu, hver um sig, gera það sem þá langaði, þegar þá langaði. Afraksturinn varð 300 þúsund manna eyja í miðju Atlandshafi þar sem verulegur fjöldi einstaklinganna hugsaði einungis um sitt eigið frelsi en höfnuðu þeim hömlum sem frelsi annarra veldur. Þeir, urðu bara að sjá um sig sjálfir.
Afleiðingin varð dvínandi hugsun um skyldur og ábyrgð gagnvart samfélagslegum þáttum, en í vaxandi mæli litið á stjórnvöld sem einskonar foreldra, sem ættu að skaffa einstaklingunum það sem þeir vildu fá til að fullkomna sitt frelsi.
Í öllum mikilvirkum hugmyndaheimum eru öfl sem leita að drifkrafti sem færir þeim þann ávinning sem sóst er eftir. Ávinningur frjálshyggjunnar eru völd og auðæfi og í gegnum þá tálsýn að stýra í atferli sem stæstum hópi einstaklinga, í von þeirra um að verða sjálfir í fyllingu tímans aðnjótandi þess valds og auðæfa sem þeir hlýða og tilbiðja.
Þetta er grunnástæða þess að frjálshyggjan nær einstaklega vel til ungs fólks. Í fyrsta lagi vegna þess að vegna ungs aldurs eru varfærniþættir í heilabúi þeirra ekki enn orðnir virkir. En einnig vegna þess að hugmyndafræðin um að stjórnvöld eigi að skaffa þeim lífsþægindi, fellur vel að hugsunarhætti ungmennisins, sem hefur einungis mótaðar hugmyundir um hlutverk skaffarans, sem fram til fullorðinsára hafa verið foreldrarnir.
Vegna allra þessara gullnu drauma, er auðvelt að fá unga fólkið til að samlaga sig hugsuninni um að það þurfi strax að fá öll lífsgæði upp í hendurnar. Það verði að geta uppfyllt ákveðna staðalímynd af einstakling sem er framarlega í goggunarröðinni um að verða verðugur til valda og auðæfa.
Til uppfyllingar þessarar staðalímyndar, vinnur unga fólkið svo langan vinnudag að það hefur ekki tíma til að njóta hins raunverulega lífs, vegna tímaskorts við að uppfylla ímyndina um selskapshæfni og tekjur þeirra sem keppa að því að vera fremstir í goggunarröð verðugra valdhafa og auðjöfra.
Afleiðingar alls þessa fyrir mikinn meirihluta þátttakenda, er langavarndi ofkeyrsla og streita, sem leggur lífshamingju meirihluta þátttakenda í rúst.
Þegar við leitum ástæðna fyrir þeim hörmungum sem nú ganga yfir okkur, þurfum við að spyrja okkur sjálf, í einlægni, hvaða þátt við höfum átt í að skapa þær aðstæður sem urðu okkur ofviða.
Hafi einhverjir leikendur í þessari atburðarás gerst sekir um ámæliverð brot á leikreglum eða lögum, á að sjálfsögðu að draga þá menn til ábyrgðar á gjörðum sínum. Hins vegar verður þjóðin að horfast í augu við það að hún lét ginnast af óraunsæum fagurgala, og framtaksleysið getur hún engum um kennt öðrum en sjáum sér.
Ólafur Ragnar: Ótrúleg ósanngirni breskra stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.10.2008 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur