Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
8.7.2008 | 12:40
Hvers vegna fengu þau ekki betri leiðbeiningar ???????
Ég vil byrja á því að segja að ég vil Paul Ramses, og konu hans, allt það besta og tel að íslensk þjóð gæti verið stolt af að þau fengju hér dvalarleyfi. Það breytir hins vegar ekki þeirri tilfinningu minni, að í máli hans sé verið að sópa upp pólitísku moldviðri. Hugsanlega til að breiða yfir illa grundaða aðferðarfræði við að afla honum dvalarleyfis hér.
Af ástæðum sem ég ætla ekki að tilgreina hér, þá hef ég fylgst afar náið með ástandinu í Kenya, fyrir og eftir forsetakostningarnar. Á tímabili var ástandið slæmt, og að mínu mati alveg rétt ákvörðun hjá Paul að yfirgefa landið, á þeim tíma. Þeir hættutímar eru hins vegar liðnir hjá, og koma vonandi ekki aftur.
Sú hætta sem steðjaði að Paul, stafaði af störfum hans fyrir stjórnarandstöðuna og mótframbjóðandann gegn sytjandi forseta. Þess ber hins vegar að geta, að nú er þessi aðili, sem Paul var að berjast fyrir, orðinn forsætisráðherra í sáttastjórn sem mynduð var eftir málamiðlun fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Hættu- og ófriðarástand er því ekki lengur til staðar í Kenya, í þeim mæli sem var þegar Paul þurfti að yfirgefa landið.
Við gerum ekkert hættulegra eðlilegri rökfræði og raungildi mannúðarsjónarmiða, en að gengisfella hugtökin "lífshætta" og "pólitískar ofsóknir", í því augnamiði að ná fram niðurstöðu mála sem við berjumst fyrir, en hafa ekki gildishlaðin raunveruleika fyrir þessi hugtök. Í heimi þar sem siðferði fer hratt hnyggnandi en ofbeldi hratt vaxandi, getur verið hættulegt fyrir litla þjóð, að hafa ekki raungildi í framangreindum hugtökum.
Þið baráttuglaða fólk! Snúið ykkur að því að finna rökheldar ástæður fyrir því að Paul og konan hans fái dvalarleyfi hér á landi og látið af því að þvinga stjórnvöld til að eyðileggja nauðsynleg viðmiðunarhugtök, sem þurfa að halda raungengi sínu þegar raunveruleg lífshætta vofir yfir flóttamanni. Í raun er ekki hægt að líta á Paul sem flóttamann, þar sem stjórnmálaleiðtogi í flokki hans er forsætisráðherra lands hans.
Biðjum fyrir því að mál þessarar fjölskyldu leysist farsællega og þau geti notið friðar, frelsis og hamingju.
![]() |
Viljum fá að vera áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.7.2008 | 11:31
Afar athyglisverð frétt
Þessi frétt er allrar athyglki verð. Þarna viðurkennir aðalbankastjóri Landsbankans að bankarnir sjálfir greiði lítið sem ekkert í tryggingasjóð innlána og að sjóðurinn sé líklega of lítill. En fari svo að að á hann reyni muni Seðlabanki viðkomandi lands taka lán til að greiða út tryggingabætur.
Með þessu er verið að segja að, eftir að áfallið er dunið yfir og tryggingabætur greiddar, muni skattgreiðendur og sparifjáreigendur þurfa að greiða niður lánið sem tekið var til að greiða tryggingarnar út, en eigendur og stjórnendur bankanna sitja að sínum auði óskertum, því bankinn var bara hlutafélag.
Er það þetta sem felst í ábyrgðinni sem stjórnendur banka segjast bera og þeir eru taldir þurfa ofurhá laun til að bera alla þessa miklu ábyrgð????
Sjá ekki fleiri þessa hrópandi vitleysu sem í þessu felst, að láta bankana sjálfa ekki fjármagna þennan tryggingasjóð, svo hann standi traustlega undir þeirri ábyrgð sem hann á að bera??
![]() |
Spyrja um öryggi sparifjár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2008 | 10:28
Hvenær lækka bankarnir vextin???????
Nú hefur Íbúðalánasjóður afsannað þau ummæli bankamanna, að vextirnir séu svona háir hér á landi vegna hárra stýrivaxta Seðlabankans. Bent hefur verið á að bankarnir SJÁLFIR ákveði sína vexti; stýrivextir Seðlabanka komi því máli ekkert við.
Ef lánastofnunum væri skylt að fara eftir vöxtum Seðlabanka, hefði Íbúðalánasjóður ekki geta lækkað vexti sína, eins og hann gerði nú á dögunum. Með þessari lækkun vaxtanna fletti Íbúðalánasjóður þeirri lygagrímu af bönkunum, að þeir geti ekki lækkað vexti fyrr en Seðlabankinn lækki stýrirvexti.
Hvernig væri ef allir tölvutengdir landsmenn sendu daglega fyrirspurn, í tölvupósti, til allra banka landsins, með fyrirspurn um hvenær þeir lækki vextina til samræmis við það sem tíðkast í samanburðarlöndum okkar.
Bankarnir eiga leikinn. Þeir eru fljótir að hækka en líklega þarf að þrýsta þeim til að lækka, líkt og fleirum.
24.6.2008 | 15:20
Bankastjórarnir vilja meiri lán og meiri framkvæmdir????????
Í hádegisfréttunum heyrði ég viðtal við Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóra Landsbankans. Hann var að vandræðast yfir því að Seðlabankinn kæmi ekki með lánið sem Alþingi hefði heimilað honum að taka. Skilningur hans var sá að lánið hefði átt að taka til að bæta gjaldeyrisstöðu bankanna og til að auka framkvæmdir.
Það var merkilegt að hlusta á þetta frá bankastjóra næst stærsta einkabanka landsins; banka sem jafnframt er með lægsta skuldatryggingaálag allra banka á Íslandi. Það var eins og honum væri ókunnugt um að erlendar skuldir okkar séu komnar langt upp fyrir mögulega getu okkar til endurgreiðslu þeirra og þessar skuldir eru til komnar vegna ákvarðana þessara sömu manna, þ. e. bankastjóra einkabankanna. Í vandræðum sem þeir sköpuðu sér sjálfir, láta þeir eins og ríkið bera ábyrgð á heimskupörum þeirra. Og þeir biðja ekki um hjálp til að bjarga sér frá vitleysunni. Nei, þeir HEIMTA að ríkið KOMI STRAX MEÐ PENINGA til að bjarga þeim frá eigin vitleysu.
Í langagn tíma hefur það verið skýr stefna Sjálfstæðisflokksins, að grípa ekki til SÉRTÆKRA AÐGERÐA til bjargar einkafyrirtækjum eða einstöku atvinnugreinum. Það er grundvallarreglan á bak við það að Sjálfstæðisflokkurinn lét sjávarútvegsfyrirtækin á landsbyggðinni brenna upp í vitlausum hagstjórnaraðferðum, sem enn eru viðhafðar hér á landi.
Hagfræðin sem hér er kennd getur ekki gengið upp fyrir litla eyþjóð með sjálfstæða gjaldmiðil. Ásæðan er sú að sá grunnur og hugtök sem notuð eru, er grunnur sem byggir á að gjaldmiðillinn sé heimsviðskiptamynt, sem ekki byggir gengi sitt fyrst og fremst á framleiðslu eins samfélags, heldur byggist gengi gjaldmiðilsins á fjölþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Í slíku gjaldmiðilsumhverfi getur móðursamfélagið sýnt tiltölulega mikið kæruleysi gagnvart undirstöðum myntarinnar, vitandi það að mörg ríki eiga ríka hagsmuni í því að viðhalda gengi gjaldmiðilsins í ákveðnu jafnvægi, svo þeirra eigin efnahagskerfi fari ekki úr jafnvægi.
Hér er ég að vísa til þeirra hagfræðihugmynda sem kenndar hafa verið í Bandaríkjunum síðustu áratugina, sem ýmsir eldri og virtir hagfræðingar hafa kallað "hagfræði heimskunnar". Ekki verður hér reynt að tína til mörg atriði þessarar umræddu "heimsku", en þó ætla ég að geta hér eins, vegna nýlegra aðstæðna hér á landi sem glöggt sýna hvað átt er við.
Nú nýlega fengum við yfir okkur mikla jarðskjálfta á Suðurlandi. Vegna þeirra urðu miklar skemmdir á húsum og innanstokksmunir skemmdust og eyðilögðust. Fyrirsjáanlegt er að öll þessi tjón munu valda miklum útgjöldum, en um leið auka vinnu og viðskipti vegna lagfæringa og kaupa á nýjum húsmunum.
Samkvæmt þeim hagfræðikenningum sem við notum (hagfræði heimskunnar), mun þetta teljast hafa aukið hagvöxt um einhverja mælanlega einingu, vegna þess að veltuaukning varð á svæðinu. Samskonar "hagvaxtaraukning" mælist líka ef við tökum mikið af erlendum lánum og festum það fjármagn í húsbyggingum, sem engin þörf er fyrir; þá reiknast það skapa þjóðinni aukinn hagvöxt.
HAGVÖXTUR, er auðvitað hugtak yfir aukinn hag, eða betri afkomu, heldur en það sem verið hefur. Stórtjón, hamfarir, eða skuldaaukning, þar sem peningarnir eru festir í byggingum sem ekki auka tekjur til greiðslu lánanna, skapa að sjálfsögðu EKKI AUKINN HAGVÖXT, þó það teljist vera, samkvæmt hugmyndafræði í "hagfræði heimskunnar".
Allir ættu að geta litið í eigin barm og fundið tilfinninguna fyrir því þegar miklar skemmdir eða tjón henda fjölskylduna. Ég held að fáir finni til þess að hagur þeirra hafi aukist mikið við að fjárfesta í lagfæringum.
Svona lítur þetta út í samfélagið sem eitt og sér stendur að verðgildi gjaldmiðils síns. Atvinnu- og viðskiptaaukningin á Suðurlandi mun að vísu auka umsvif og bæta hag þeirra sem atvinnu og viðskiptanna njóta. Það mun hins vegar þurfa að greiðast úr sameiginlegum sjóðum okkar og því ekki teljast hafgvöxtur heildarinnar, heldur aukning útgjalda, sem við verðum ein að standa undir.
Hefði þetta hins vegar gerst í Bandaríkjunum, hefðu Bandaríkin ein ekki þurft að standa undir útgjöldunum, þar sem allar þjóðir sem nota Dollar í sínum viðskiptasamningum þurfa að gæta að og verja verðgildi hans. Þess vegna hafa hin svonefndu IÐNVELDIN SJÖ, og margir Seðlabankar heimsins, iðulega þurft að kaupa Dollara í miklu magni, til,að forða hruni hans. Slíkur bakhjarl er ekki gagnvart "heimskulegri" efnahagsstjórnun okkar íslendinga, þó við högum okkur eins og svo sé.
24.6.2008 | 11:31
Einkennileg fyrirsögn á frétt.
Af fréttinni má skilja að fyrst innlendir og erlendir fjárfestar séu áhættufælnir, eins og það er orðað, lækki gengi krónunnar og sé í "frjálsu falli" eins smekklega og það er orðað gagnvart 3% breytingu á gengi.
Einhver öfugmæli eru í þessari frétt. Áhættufælni GETUR EKKI verið ástæða fyrir lækkandi gengi krónunnar. ÖLL áhættufælni á að virka til styrkingar krónunnar, því eftir því sem áhætta í viðskiptum með peninga minnkar, minnka möguleikar þess að fjárhæðir tapist út úr hringrás viðskiptanna.
Gengið gæti hins vegar verið að falla vegna áhættu sem BÚIÐ VÆRI AÐ TAKA. Sem þýðir að einhverjir bankar hafi farið offari í áhættu og standi frammi fyrir vanskilum og gjaldfalli lána. Það gæti lýst sér í því að bankarnir hefðu tekið meira af erlendum skammtímalánum en þeir geti endurgreitt, og fái nú ekki nógu mikið af íslenskum krónum, eða erlendumm gjaldeyri, til að greiða þessi skammtímalán sín.
Áreynsla á gengi krónunnar, til lækkunar, skapast einvörðungu út frá því að VIÐ (þjóðin), viljum nota meira af gjaldeyri en við sköpum með gjaldeyristekjum okkar. Einnig getur of mikil lántaka erlendis, með afborgunum sem eru hærri en gjaldeyristekjur okkar leyfa haft sömu áhrif.
Dæmigert munstur sem flestir þekkja úr eigin fjármálum, þegar afborganir af lánum verða hærri en tekjuafgangur að frádreginni framfærslu, ræður við að greiða. Þá gæti þér verið boðið lán með afföllum, sem jafngildir gengisfalli krónunnar.
Við þessar aðstæður skapast eftirspurn eftir þeim gjaldeyri sem þarf að nota. Við slíkar aðstæður segja þeir sem eiga þennan gjaldeyri, - Ja, nú eru forsendur breyttar. Nú er ekki lengur um að ræða skipti á 1 á móti 58. Nú er verðið 1 á móti 82. - Og ef við viljum ekki þetta verð, verða engin viðskipt.
Ef okkur vantar gjaldeyrinn til að greiða afborgun af þegar teknu láni, eigum við í raun ekkert val um að taka á okkur þessa lækkun á verðgildi krónunnar.
Ef við hins vegar værum að afla gjaldeyris til kaupa á einhverjum vörum sem ekki væri búið að loka samningum um, gætum við afþakkað viðskiptin og leitað annarra leiða, sem ekki mundu fella gengi krónunnar.
Fréttin ber öll með sér að það er ekki verið að segja satt; og þá er ég ekki að meina að blaðamaðurinn sé að skrökva. Hann geldur þess einungis að hafa hugasnlega ekki næga þekkingu og visku til að sjá sannleikann í þeim aðstæðum sem bornar eru á borð fyrir hann.
Það er erfitt að þekkja sannleikann þegar flestir ljúga.
![]() |
Áhættufælni ríkir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2008 | 14:08
Kunna stjórnmálamenn ekki að stjórna þjóðfélaginu??????
Ég fæ ekki betur séð en stjórnmálamenn okkar, aðallega er þar átt við stjórnarflokkana, hafi nánast enga þekkingu á því hvað þarf til að sjálfstætt þjóðfélag geti blómstrað hér á landi. Hér er ég ekki að tala um vel sjáanlegt skilningsleysi þeirra á núverandi ástandi; heldur einnig horft aðeins aftur í tímann, þó ekki of langt.
Flestum, sem hafa til að bera eðlilega visku, ætti að vera ljóst að afla þurfi fjármuna fyrir því sem kaupa á. Einnig því að hafa þau varúðarmörk að skuldsetja sig ekki nema hafa þokkalega örugga vissu fyrir að nægar tekjur falli til á greiðslutíma lánsins, svo það verði endurgreitt á réttum tíma.
Í ljósi þessarar einföldu staðreyndar, er litið á aðgerðir og plön stjórnarflokkannna vegna svonefndra "mótvægisaðgerða" vegna niðurskurðar á þorskkvóta á síðasta ári. Mikilvægustu áhrif þess niðurskurðar var minnkun tekna þjóðarinnar. Önnur árhif urðu samdráttur í atvinnu þeirra er störfuðu við sjávarútveginn, sem er undirstaða atvinnulífs víða á landsbyggðinni. Þriðju áhrifin voru hugsanlegir rekstrarerfiðleikar útgerðarfyrirtækja.
Þeir sem að framan eru taldir, sáu fram á samdrátt í tekjum og sendu út ákall til ríkisstjórnar og Alþingis, að grípa til aðgerða til að bæta afkomu þeirra sem fyrir skerðinguni urðu.
Seint og um síðir komu tilkynningar um hjálparaðgerðir (mótvægisaðgerðir) stjórnvalda og Alþingis, vegna þessara skerðinga á tekjum þjóðfélagsins og gjaldeyrisskapandi atvinnustarfsemi sjávarútvegsins.
Aðgerðirnar fólust allar í aukinni lántöku til greiðslu ýmisssa verklegra þjónustuframkvæmda á kjörtímabilinu. Ekki til að auka atvinnulíf á þeim stöðum þar sem samdrátturinn varð; heldur til að halda einhverjum hópi stórvirkra vinnuvéla við verkefni og skaffa aðilum utan þeirra svæða sem fyrir skerðingunum urðu, meiri tekjur en áformað hafði verið.
Hvergi bólaði á raunverulegri þekkingu á vandamálinu, eða visku til að bæta aðstæður þeirra sem fyrir áfallinu urðu. Óvitaskapurinn var algjör.
Fram eftir öllu síðasta ári, töluðu flestir stjórnmálamenn okkar (ekki einungis stjórnarflokkarnir) um að við værum svo rík að við gætu eiginlega hvað sem okkur dytti í hug. Kröfur um aukin útgjöld heyrðust úr hverju horni og fáir þorðu að mótmæla því peningaflóði sem óvitar lánastofnana okkar létu eftirlitslítið streyma yfir þjóðina okkar. Meira að segja sprenglærðir hagfræðingar fóru á þvílíkum kostum við að byggja skýjaborgir að venjulegt fólk stóð með hangandi kjálka af undrun og fögnuði.
Nú, örfáum mánuðum síðar boða þessir sömu hagspekingar mikla vá vera að skella á okkur; alveg óviðbúið og án nokkurs fyrirvara. Enginn þessara hagspekinga hefur útskýrt fyrir þjóðinni hvers vegna þeir sáu þetta ekki, fáum mánuðum fyrr, þegar þeir voru að dásama hvað við værum rík þjóð.
Hinn kaldi raunveruleiki er sá, að fyrir meira en áratug fóru alþjóðlegar eftirlitsstofnanir eins og Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, að vara Íslensk stjórnvöld við að skuldasöfnun okkar væri komin á hættulegt stig. Við sinntum þessu ekkert en margfölduðum einungis skuldirnar. Við sinntum ekkert aðvörunum um að tekjugrunnur þjóðarinnar bæri ekki svona mikla skuldsetningu. Stjórnmálamenn okkar horfðu einungis á skuldirnar hlaðast upp, ímyndað eignasafn stækka og sungu í vímurugli sönginn um að við værum svo rík.
Það kemur því ekkert á óvart þó þessir blessaðir óvitar sitji nú flemtri slegnir og ruglaðir, þegar raunveruleikinn tekur allt í einu upp á því að sprengja fyrir þeim ímyndarheiminn og gerð er krafa til þeirra að fara nú með raunverulegum aðgerðum að stjórna því þjóðfélagi sem tóku að sér að stjórna.
Líkt og með aðra grúttimbraða vímusjúklinga, hrærðu þeir í þekkingu sinni og visku til að finna leið sem stoppaði áreitið sem að þeim beindist. Þeir ákváðu að bæta enn við skuldirnar, hrærðu nýja eyðslusúpu og skömmtuðu hana á diska þeirra sem mest grenjuðu. Vandinn er einungis sá, að súpan eykur frekar vandann en að bæta ástanið fyrir þjóðarheildina.
En það skilja blessaðir óvitarnir okkar ekki.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Í dag, miðvikudaginn 18. júní 2008, er grein í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins, skrifuð af Ásgeir Jónssyni, forstöðumanni greiningardeildar Kaupþings. Undanfarnar vikur hef ég iðulega tekið þannig til orða að stjórnendur lánastofnana sýni "óvitaskap". Í því sambandi er fyrst og fremst verið að vísa til ábyrgðar þeirra sem stjórnenda fjárstreymis um þjóðfélagið.
Stærstu lánastofnanir í litlu þjóðfélagi, geta ekki haga sér líkt og fjárhættuspilarar, að hugsa fyrst og fremst um að hámarka eigin skyndihagnað en skeyta engu um viðgang, vöxt og uppbyggingu tekjuskapandi atvinnustarfsemi í þjóðfélaginu. En, því miður hefur reyndin orðið sú síðar bankarnir voru einkavæddir.
Nafnið á áðurnefndir grein Ásgeir er - "Biðstaða á gjaldeyrismarkaði". - Nafnið eitt bendir til að hann sé að gagnrýna sjálfan sig og aðra stjórnendur stærsta banka landsins.
Á Íslandi eru engar sjálfrennandi uppsprettuæðar gjaldeyris. Allan gjaldeyri verðum við að búa til, með sölu á vörum eða þjónustu til erlendra aðila. Ef biðstaða er á gjaldeyrismarkaði, bendir það fyrst og fremt til þess að stjórnendur lánastofnana hafi brugðist þeirri grundvallarskyldu sinni að örva gjaldeyrisskapandi atvinnustarfsemi í landinu; í það minnsta til jafns við starfsemi sem eyðir- eða bindur gjaldeyri fastan, með fjárfestingum í íbúðabyggingum, verslunar-, atvinnu- eða skrifstofuhúsnæði og öðrum slíkum ráðstöfunum sem festir fjármagn utan starfsemi gjaldeyrissköpunar. Skeytingaleysi bankanna um stöðu og afkomu þjóðarbúsins má lesa úr eftirfarandi hluta úr grein Ásgeirs:
Því hefur stundum verið haldið fram að viðskiptahalli síðustu ára hafi verið fjármagnaður með útgáfu krónubréfa og annarri stöðutöku erlendra fjárfesta. Þetta er þó aðeins hálfur sannleikurinn. Bein erlend lántaka og erlend fjárfesting hafa fjármagnað hallann allt fram á þetta ár og gott betur.
Þarna opinberar Ásgeir beinlínis það sem að framan er sagt, um að lánastofnanir hugsi fyrst og fremst um eigin hag, en láti heildarhagsmuni þjóðfélagsins lönd og leið. Þarna segir hann að bankarnir hafi hjálpað viðskiptalífinu að eyða meiri gjaldeyri en þjóðfélagið skapaði. Til þess að það væri hægt, þurftu þeir að skapa sér opnara aðgengi að erlendum gjaldeyri. Og hvernig gera bankamenn slíkt?
Þeir koma á hér vaxtastigi út- og innlánslánavaxta, sem er umtalsvert hærri en hægt er að fá í helstu viðskiptalöndum. Með því móti gera þeir físilegt fyrir erlenda aðila sem leita eftir skyndigróða, að kaupa hér skuldabréf til skamms tíma, sem bera umtalsvert hærri vexti en þeir geta fengið í öðrum löndum. Þessir aðilar létu af hendir gjaldeyri, en fengu í staðinn skuldabréf í Íslenskum krónum, með verðtryggingu og vöxtum eins og eðlilegir teljast hér. Þannig varð bankinn sér úti um gjaldeyri sem þjóðin var alls ekki búin að afla og engar horfur voru á að tækist að afla áður en þessi umræddu skuldabréf kæmu til greiðslu á gjalddaga sínum. Þarna var bankinn afar greinilega fyrst og fremst að hugsa um eigin hag og setti hagsmuni þjóðarinnar með áberandi hætti til hliðar.
Á öðrum stað í grein sinni opinberar Ásgeir einnig að hagsmunir þjóðarinnar hafi verið settir til hliðar svo þeir næðu auknum viðskiptum og opnuðu leið fyrir okurfjárfesta, sem hann kallar "vaxtamunarfjárfesta", til að hagnast á Íslensku viðskiptalífi. Hann segir þar:
Skiptasamningar eru einnig helsta leiðin fyrir erlenda vaxtamunarfjárfesta að ná íslenskum vöxtum. Íslenskt fjármálakerfi er að stærstum hluta verðtryggt.
Þarna upplýsir hann að með þessum háu vöxtum sem bankar hér píndu atvinnulíf og heimili, gátu þeir opnað leið fyrir erlenda okurfjárfesta til að leggja fram gjaldeyri, sem engin innistæða var fyrir, og þeir notið á móti íslenskra vaxta og verðtryggingar, sem var umtalsvert hærri ávöxtun en þeim bauðst í öðrum löndum. Enn frekar segir hann:
Sá nafnvaxtamarkaður sem verðmyndun á gjaldeyri hvílir alla jafna á í flestum öðrum löndum er ákaflega grunnur hérlendis. Í hans stað hefur gengi krónunnar hvílt á skiptamarkaði sem er háður fjármögnun af hálfu viðskiptabankanna.
Þarna opinberar Ásgeir í raun að það eru viðskiptabankarnir sem bera alla ábyrgð á því hvernig gegni krónunnar hefur verið skráð undanfarin ár. Skiptasamningar þeirra hafa ráðist af hagsmunum viðskiptalífsins en ekki hagsmunum gjaldeyrisskapandi atvinnustarfsemi.
Þó enn væri hægt að hlda árfram í svipuðum dúr, ætla ég að hætta hér. Ég tel mig vera búinn að renna styrkum stoðum undir þá staðhæfingu mína að stjórnendur stóru bankana hér hafi sýnt ótúlegan óvitaskap á undanförnum árun; óvitaskap sem þjóðin þarf að gjalda fyrir á komandi árum/áratugum.
Svo; líkt og aðrir óvitar, pressa þeir á Alþingi og ríkissjórn að leggja fram fjármuni til að bjarga þeim úr sjálfskaparvíti sínu.
Vandi okkar er fyrst og fremst að auka sem fyrst gjaldeyrisskapandi framleiðslu og hvers konar atvinnu í þeim geira. Við höfum enga þörf fyrir að taka meira fjármagn að láni erlendis til að halda óvitunum gangandi í spilavítum stóru bankanna.
Viðskipti og fjármál | Breytt 21.6.2008 kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.6.2008 | 13:40
Fyrir hvern var það óheppilegt???
Sigurði Kára finnst óheppilegt að Ingibjörg Sólrún gefi frá sér yfirlýsingu vegna niurstöðu Hæstaréttar í Baugsmálinu. Hann getur þess hins vegar ekki fyrir hvern það sé óheppilegt að Ingibjörg tjái sig um þetta.
Kannski eiga þessi ummæli hans að túlka, að það sé óheppilegt að samstarfsflokkur í ríkisstjórn skuli tjá sig um eitt af stóru axarsköftunum sem forystu Sjálfstæðisflokksins hefur orðið á í stjórnmálasögu okkar.
Nokkuð merkilegt, í ljósi þess að Sjálfstæðismenn hafa verið vanir að halda vel til haga því sem þeir kalla klúður vinstri manna, en þegar ofsókn þeirra sjálfra á hendur fáeinum einstaklingum í einni fjölskyldu, dæmist í Hæstarétti sem vindhögg, sem kostaði þjóðina samt mörg hundruð milljónir, þá er óheppilegt að á það sé minnst af formanni annars af stærstu stjórnmálaflokkum landsins.
Ef ályktunarhæfni hans og dómgreind er ekki meiri en þetta, er kannski hægt að velt fyrir sér hver hafi unnið fyrir hann lokaverkefnið í lögfræði; eða þarf kannski ekki meira en þetta til að ná lögfræðiprófi??
![]() |
Sigurður Kári: Yfirlýsing ráðherra óheppileg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.6.2008 | 11:31
Er útflutningur vonarljós Íslensks landbúnaðar???
Af þessari frétt má ráða að einn helsti kvati ráðherra til að leggja fram hið umrædda frumvarp, hafi verið tilraun til að efla útflutning á landbúnaðarvörum. Einnig kemur fram í fréttinni að sauðfjárbændur eigi mjög í vök að verjast.
Lambakjötið okkar vinsæla er ein helsta söluafurð sauðfjárbænda. Mig hefur hins vegar undrað hve lítill metnaður er setur í að selja þessa afurð í verslunum okkar. Þar er að finna í kæliborðum eða hillum kæla, svínakjöt, nautakjöt og kjúklinga í afar fjölbreyttum útfærslum til eldunar. En lambakjöt er í mesta lagi boðið heilum lærum eða hryggjum, lærasneiðum, kótelettum eða framhryggssneiðum. ALDREI er hægt að fá lambasmásteik, lambagúllas, lambahakk, lambasnitsel og fleiri útfærslur mætti telja upp.
Í fjölda ára hef ég margítrekað gert fyrirspurnir um þessa vöruflokka og ævinlega fengið sama svarið. - Það selst ekkert af þessu.
Nokkuð merkilegt, í ljósi þess að ég hef ekki hitt marga sem finnst lambakjötið ekki gott. Ég hef einstöku sinnum geta argað verslunarstjóra til að panta lambahakk. Í þeim tilfellum sem um ræðir seldist hið pantaða lambahakk upp á sama deginum og það kom í verslunina. Þrátt fyrir að svo væri, var það ekki pantað aftur. Hvað veldur þessu áhugaleysi verslunarstjóra fyrir þessum vörum og sauðfjárbænda fyrir sölu afurða sinna? Eru þeir fastir í einhverju munstri fórnarlambshugsunar, eða er enginn kvati í kerfi sauðfjárbænda sem gefur þeim kost á að þrýsta á og reka áróður fyrir sölu afurða sinna í aðgengilegum neytendapakkningum?
Þegar úrval matvæla er á boðstólnum í þjóðfélagi þar sem eitt helsta vandamál fólks er tímaskortur, verða menn að standa vaktina í samkeppnisfærni framboða á afurðum sínum, ef varan á að halda markaðshlutdeild sinni. Það hefur ekki verið gert í sambandi við lambakjötið.
Útflutningur á lambakjöti hefur verið á dagskrá í áratugi en ennþá með takmörkuðum árangri. Getur verið að mönnum sjáist yfir það hve lítil geta okkar er til umfram framleiðslu, fram yfir þarfir okkar sjálfra? Allt þjóðfélag okkar er álíka fjölmennt og lítið bæjarfélag eða lítið borgarhverfi í öðrum löndum. Við höfum ekki framleiðslugetu til að tvöfalda framleiðsluna fyrir þjóð okkar, 300 þúsund manns. Við gætum hugsanlega bætt við okkur 100 þúsund manna markaði, fyrir Íslenskt lambakjöt. Við höfum hins vegar verið að leggja í kynningar- og sölukostnað, eins og við værum að markaðssetja fyrir milljóna markað; en fyrir slíkan markað höfum við enga framleiðslugetu.
Ég held við þurfum ekki að leggja mikið á okkur til útflutnings á ekkert, eða lítt unnu lambakjöti. Við þurfum hins vergar að standa með bændum í kröfum á hendur vinnslu- og dreifingaraðila lambakjöts, að þeir nenni að leggja vinnu í framboð á lambakjöti; einnhvað í líkingu við það sem lagt er í framboð á svína- kjúklinga- og nautakjöti.
Við fáum hvergi betra hráefni til matargerðar og með því að auka framboðið getum við líka lækkað verðið, vegna þess að allar fjárfestingar eru til, til þess að auka framleiðsluna. Aukin sala getur því einungis þýtt lækkun verðs, þar sem fasti framleiðslukostnaðurinn dreifist á fleiri kíló kjöts.
Þegar menn taka að sér að stjórna, þurfa menn að geta séð út yfir heildina og nýtt arðsemi fjárfestingar. Það þarf sjávarútvegs- og lanbúnaðarráðherra okkar að læra sem fyrst.
![]() |
Breytingar á matvælalögum í þágu bænda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.6.2008 | 23:56
Eru menn jafnir fyrir lögunum?????????????
Er það ekki merkilegt á að horfa, að saksóknari og ríkisvaldið skuli leggja hundruði milljóna í að leita að sakarefnum og hundelta í dómskerfinu, mann sem í áraraðir hefur lagt sig í líma við að bjóða þjóðinni lægsta vöruverð sem fæst í landinu. En á sama tíma skuli þessir sömu aðilar, saksóknari og ríkisvaldið ganga fram fyrir skjöldu og verja þá aðila sem leggja sig í líma við að rífa niður og eyðileggja atvinnulíf og lífskjör í sjávarbyggðum í kringum landið, og svæla lífsbjörgina frá þessum svæðum með peningagjöfum til þeirra sem fengið hafa ókeypis úthlutað aflaheimildum til atvinnusköpunar í þessum byggðarlögum.
Þetta allt er til verulegrar smánar fyrir alla þá aðila sem í áraraðir hafa stungið höfðinu í sandinn og látið arðræna þjóðina um tugi, ef ekki hundruði milljarða, en á sama tíma beitt öllu afli saksóknar og réttarkerfis til að knésetja þá einstaklinga sem skapað hafa þá lífskjarabót sem þjóðin hefur upplifað í lægra vöruverði undanfarin ár. Kaupmáttaraukningin er ekki ríkisstjórninni að þakka. Hún er því að þakka að Bónus hefur haldið niðri vöruverði í landinu og með því bætt lífskjör almennings.
Ég mun fjalla meira um þetta síðar, þegar ég hef tínt betur saman óforskömmugheitin sem annars vegar hefur verið beitt gegn Baugs-fjölskyldunni og hins vegar gegn fólkinu í sjávarbyggðum landsins.
Sameiginlega eru þetta áreiðanlega ljótustu hryðjuverk Íslandssögunnar.
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur